Við leitum að fasteignasala

Ert þú framúrskarandi fasteignasali, reiðubúin/n að veita kröfuhörðum viðskiptavinum einstaka þjónustu?

Vantar þig fleiri viðskiptavini?

Ef svo er, þá þekkjum við fjölda fasteignaeigenda sem óska eftir að komast í samband við þig, með farsælt viðskiptasamband i huga.

Við leitum eftir samstarfi við sjálfstætt starfandi fasteignasala sem vilja starfa eftir ströngum kröfum um gæði, þjónustulund, skipulag og samskipti og hafa yfir að ráða þekkingu, gæðavitund og réttindum sem störf góðra fasteignasala krefjast. Löggilding sem fasteignasali er skilyrði og kostur ef þú ert einnig með háskólamenntun á sviði viðskipta og/eða lögfræði.

Það sem við bjóðum:

1. Einstaka tengingu við kaupendur og seljendur.

2. Framúrskarandi markaðsráðgjöf og auglýsingagerð.

3. Skilgreinda ferla í samskiptum aðila og sjálfvirkni í eftirfylgni.

4. Aðgang að öllum skjölum er tengjast fasteign, fasteignayfirliti og veðbókavottorði.

5. Aðstoð við innslátt upplýsinga og textavinnslu.

6. Ljósmyndun og gerð grunnteikninga.

7. Tengingu við stærsta og jafnframt eina gjaldfrjálsa verðmatsvef landsins.

Ef þú uppfyllir þessi skilyrði og hefur áhuga á að vita meira, þá hvetjum við þig til að hafa samband við okkur hér:

Verðmeta
Fjármagna
Kaupa

595 þ.

Selja
Mitt heimili