Procura - meira virði

alt

Ert þú fasteignasali framtíðarinnar?

Vegna aukinna umsvifa leitar Procura að löggiltum fasteignasala til að leiða fasteignasölu fyrirtækisins

Viðkomandi þarf að hafa reynslu af fasteignasölu, afburðar greiningarhæfni og þjónustulund. Vönduð framkoma, jákvæðni og frjó hugsun eru eiginleikar sem viðkomandi þarf að búa yfir.

Helstu verkefni:

• Ábyrgð á rekstri fasteignasölu

• Verðmat og skoðun eigna

• Gagnaöflun og skráning eigna í sölukerfi

• Fagleg ráðgjöf til viðskiptavina

• Umsjón með kaupendaráðgjöf

• Umsjón og vottun á skjalagerð

Aðrir þættir sem nýtast vel í starfi:

• Reynsla af fasteignasölu

• Góð greiningarhæfni, reynsla af verðmati og skoðun eigna

• Hæfni í textasmíð og geta til að skrifa lýsandi texta

• Framúrskarandi samskiptahæfni, rík þjónustulund og vönduð framkoma

• Faglegt frumkvæði, umbótasinnuð hugsun og framþróun

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Löggilding fasteignasala

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Við hjá Procura erum leiðandi í upplýsingamiðlun á fasteignamarkaði og höfum náð þeirri einstöku stöðu að lang flestir kaupendur og seljendur heimsækja vefsvæði okkar áður en ráðist er í kaup og sölu á fasteign. Höfuðstöðvar Procura eru í fjártækniklasa Grósku, samfélagi hugmynda og sköpunar.

Við bjóðum samkeppnishæf, föst laun og öryggi í starfi ásamt rétt á virkum eignarhlut í ört vaxandi fyrirtæki. Við bjóðum næg verkefni og einstakt tækifæri til að vera máttarstólpi í teymi sem hefur unun af því að hreyfa við stöðnuðu ástandi og prófa nýjar leiðir.

10 góðar ástæður fyrir þig að gerast fasteignasali hjá Procura!

Við erum meðvituð um að þau sem hreyfa við hlutunum verða umtöluð og þau sem velja staðnað ástand óttast breytingar og nýja nálgun.

Við viljum koma fram með 10 góðar ástæður af hverju fasteignasalar eiga að velja Procura og af hverju fasteignasalar eru með því að velja öruggari vinnu og hærri laun.

Hér eru 10 ástæður fyrir því að þú átt að velja Procura

1. Þú færð föst laun í hverjum mánuði og eru byrjunarlaun á pari við það sem best gerist á markaði í dag, hvort sem miðað er við fasteignasala eða starfsmenn fjármálafyrirtækja.

2. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að veiða inn eignir eða auglýsa eftir eignum fyrir eigin kostnað. Það er hlutverk Procura.

3. Hlutverk og tilgangur Procura er að bjóða fyrsta flokks þjónustu og þannig fá eignir í sölumeðferð. Vinnan þín snýst því fyrst og fremst um fasteignasölu, að sýna eignir og taka á móti og ráðleggja við tilboðsgerð og klára skjalavinnslu við kaupsamning.

4. Procura er framtíðin á íslenskum fasteignamarkaði. Við höfum vaxið tífalt í umferð frá áramótum og skráðum notendum fjölgar um 100% á þriggja mánaða fresti.

5. Procura er í stöðugri þróun og bætir reglulega við lausnum sem viðskiptavinir kunna að meta og vilja nota.

6. Nánast allir sem eru að hugsa um að kaupa eða selja fasteign, byrja ferlið með því að skoða upplýsingar á síðum Procura.

7. Umferð um vefsvæði Procura er meiri en hjá öllum öðrum fasteignasölum, samanlagt. Procura er því í einstakri stöðu til að kynna viðskiptavinum nýjar, hagkvæmar og traustar lausnir í fasteignaviðskiptum.

8. Procura er að smíða nýtt og háþróað sölukerfi sem tekur mið af kröfum nútímans um vefræn samskipti og sjálfvirkni í áminningum og svörum.

9. Viðskiptavinir Procura hafa aðgang að „Mínu heimili“ á vefsvæði Procura og þar með öllum gögnum er varða þeirra eign og viðskipti, svo sem þinglýst skjöl, sölu- og þjónustusamninga og tilboð, kaupsamning og afsal. Þessi gögn fylgja viðskiptavinum hvert sem þau síðar flytja og hvaða eign sem þau síðar kaupa eða selja.

10. Ef þú ert skarpgreind/ur, með meðfædda tilfinningu fyrir nútímaviðskiptum þá býðst þér einstakt tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á spennandi fyrirtæki sem ætlar lengra. Við bjóðum góð laun, starfstengd hlunnindi og starfskjarastefnu sem gerir ráð fyrir eignarhlut í verðmætu fyrirtæki með framtíðarsýn.