Procura - meira virði
Nýtt
Frumgreiðslumat Procura er einföld leið til að sjá hve mikil áhrif vaxta- og lánskjör hafa á kaupgetu þína. Þetta er ekki fullgilt greiðslumat heldur áætlun um hver niðurstaða fullgilds greiðslumats yrði.
Hér þarft þú að svara örfáum spurningum varðandi útborguð laun, eigið fé, fjölda í heimili og ýmis útgjöld svo við getum reiknað framfærslu, metið greiðslugetu og hve dýra eign þú ræður við.
Það er mikill kostur að klára greiðslumat áður en leit hefst að framtíðar heimilinu. Það að vera viss um hver raunveruleg kaupgeta er og að hafa lánsloforð frá lánveitanda klárt getur skipt verulegu máli þegar seljandi tekur afstöðu til mismunandi tilboða í sína eign. Þú stendur því alltaf betur að vígi ef formsatriði á borð við greiðslumat liggja fyrir í upphafi.
Ef þú þarft að selja eign vegna fjármögnunar á nýrri eign. Þá er nauðsynlegt að hefja ferlið með því að athuga mögulegt söluverð eignarinnar hjá okkur og jafnvel fá fasteignasala okkar til að yfirfara verðmatið ef þú telur reiknað verð ekki gefa rétta mynd. Það fer síðan eftir markaðsaðstæðum hvort eign er seld áður en önnur er fest eða eftir að gengið hefur verið frá kaupum á nýrri eign. Hjá Procura færðu allar upplýsingar og ráðleggingar um hvernig best er að haga málum hverju sinni.