alt

Kaupa með Procura

Þú ert að ráðstafa sparnaði þínum og framtíðartekjum þegar þú kaupir fasteign. Vönduð og óháð ráðgjöf tryggir að þú gangir áhyggjulaus frá kaupunum

Þinn fasteignasali, þinn hagur

Með aðstoð Procura getur þú valið fasteignasala sem aðstoðar þig í gegnum allt kaupferlið og veitir þér ráðgjöf um þær eignir sem þú hefur áhuga á og hvernig best er að haga tilboði, greiðsluflæði og fjármögnun.

Hvað er innifalið í þjónustunni

Kaupþjónusta Procura er sett fram til að gæta þinna hagsmuna sem kaupanda þegar þú kaupir fasteign hjá öðrum fasteignasölum. Allt ferlið kostar aðeins 134.900 kr. og innifelur eftirfarandi

Skráning í kaupendagrunn Procura

Virk leit að eignum á fasteignavef mbl.is

Daglegar tilkynningar um nýjar eignir á markaðnum

Ráðgjöf við gerð greiðslumats

Skoðun á gögnum og aðstoð við tilboðsgerð fyrir allt að 4 eignir

Mæta með þér í 1 kaupsamning

Vera til ráðgjafar þegar eign er afhent

Lesa yfir afsal og lögskilauppgjör

Nauðsynleg skjalaumsýsla

Vottun á skjölum er tengjast ferlinu

Þinn kostnaður, þitt val

Á flestum fasteignasölum er þér sem kaupanda, gert að greiða svokallað umsýslugjald. Þetta gjald innheimtir fasteignasali seljanda sem greiðslu fyrir ráðgjöf og hagsmunagæslu sem yfirleitt er takmörkuð við meðhöndlun skjala eftir kaupsamning. Með því að ráða eigin fasteignasala hjá Procura, ert þú að tryggja þér óháða hagsmunagæslu og greiðir því ekkert umsýslugjald til fasteignasala seljanda. Því má segja að kostnaður við eigin fasteignasala sem fer með þér í gegnum allt ferlið sé sambærilegur við að þú hefðir engan fasteignasala með þér.