Procura - meira virði
Nýtt
Hvernig óska ég eftir eign með Procura?
Það er einfalt. Þú sendir okkur skilaboð með skilgreiningu á þinni draumaeign, svo sem stærð, gerð og staðsetningu. Þú getur haft leitina eins víða eða þrönga og þú vilt, en við ráðleggjum þér að sjálfsögðu um bestu leið.
Við finnum svo allar eignir á landinu sem passa við þína skilgreiningu og merkjum þær. Þessi merki eru að sjálfsögðu ópersónugreinanleg. Eigandi getur svo með einföldum hætti brugðist við eftirspurn, annað hvort með því að hafna merki eða samþykkja.
1
Skilgreining
Þú skilgreinir eignina sem þú óskar eftir
2
Merking
Við sendum merki um eftirspurn
3
Samþykki
Eigandi samþykkir eða hafnar merki
4
Samband
Procura leiðir saman aðila ef áhugi er gagnkvæmur
Aðstoð í kaupferlinu
Með aðstoð Procura færð þú fagaðila sem aðstoðar þig í gegnum allt kaupferlið og veitir þér ráðgjöf um eignir sem þú hefur áhuga á og hvernig best er að haga tilboði, greiðsluflæði og fjármögnun.
Hvað er innifalið í þjónustunni
Kaupþjónusta Procura er sett fram til að gæta þinna hagsmuna sem kaupanda þegar þú kaupir fasteign hjá öðrum fasteignasölum:
Skráning í kaupendagrunn Procura
Virk leit að eignum á fasteignavef mbl.is
Daglegar tilkynningar um nýjar eignir á markaðnum
Ráðgjöf við gerð greiðslumats
Skoðun á gögnum og aðstoð við tilboðsgerð fyrir allt að 4 eignir
Mæta með þér í 1 kaupsamning
Vera til ráðgjafar þegar eign er afhent
Lesa yfir afsal og lögskilauppgjör
Nauðsynleg skjalaumsýsla
Vottun á skjölum er tengjast ferlinu
Þinn kostnaður, þitt val
Á flestum fasteignasölum er þér sem kaupanda, gert að greiða svokallað umsýslugjald. Þetta gjald innheimtir fasteignasali seljanda sem greiðslu fyrir ráðgjöf og hagsmunagæslu sem yfirleitt er takmörkuð við meðhöndlun skjala eftir kaupsamning. Með því að ráða eigin fasteignasala hjá Procura, ert þú að tryggja þér óháða hagsmunagæslu og greiðir því ekkert umsýslugjald til fasteignasala seljanda. Því má segja að kostnaður við eigin fasteignasala sem fer með þér í gegnum allt ferlið sé sambærilegur við að þú hefðir engan fasteignasala með þér.