Kaupa með Procura

Hvað á ég að bjóða í eignina? Hvernig á ég að skoða og hvaða spurninga á ég að spyrja? Allt eru þetta eðlilegar spurningar sem stundum er erfitt að fá svör við

Þinn fasteignasali, þinn hagur

Með aðstoð Procura getur þú valið fasteignasala sem aðstoðar þig í gegnum allt kaupferlið og veitir þér ráðgjöf um þær eignir sem þú hefur áhuga á.

Procura er í samstarfi við fasteignasala sem taka að sér ráðgjöf og hagsmunagæslu kaupanda allt frá því leit að fasteign hefst og þar til kaupsamningi er lokið. Kaupendur sem nýta sér slíka aðstoð eru oft betur settir, enda miklir hagsmunir í húfi þar sem óháður fasteignasali sér oft viðvörunarljós sem öðrum eru hulin.

Okkur finnst eðlilegra að þú veljir fasteignasala sem aðstoðar þig í gegnum allt ferlið og veitir þér óháða ráðgjöf. Líka áður en þú undirritar tilboð og kaupsamning.

Þannig getur þú reitt þig á faglega og óháða ráðgjöf um tilboðsverð, greiðslutilhögun og fjármögnun.

Þinn kostnaður, þitt val

Þinn kostnaður, þitt val

Á flestum fasteignasölum er þér sem kaupanda, gert að greiða svokallað umsýslugjald þegar kemur að tilboði og kaupum. Þetta gjald innheimtir fasteignasali seljanda sem greiðslu fyrir ráðgjöf og hagsmunagæslu sem yfirleitt er takmörkuð við meðhöndlun skjala eftir kaupsamning.

Með því að ráða eigin fasteignasala þá greiðir þú ekkert umsýslugjald. Því má segja að kostnaður við eigin fasteignasala sem fer með þér í gegnum allt ferlið sé sambærilegur við að þú hefðir engan fasteignasala með þér.

Hefð eða hagsmunir

Það hefur ekki tíðkast að kaupandi og seljandi hafi hvor sinn fasteignasala enda lögin skýr um að fasteignasali skuli gæta hagsmuna bæði kaupanda og seljanda.

Óháð ráðgjöf

Það kemur þó ekki í veg fyrir að kaupandi ráði sér eigin fasteignasala til ráðgjafar um þau fjölmörgu atriði sem huga þarf að við kaup og fjármögnun á fasteign.

Hvað er innifalið í þjónustunni

Hvað er innifalið í þjónustunni

Kaupþjónusta okkar felur í sér skoðun á gögnum og aðstoð við tilboðsgerð fyrir allt að 4 eignir. Þá nær þjónustan einnig til þess að mæta með þér í 1 kaupsamning, koma með þér þegar eign er afhent og lesa yfir afsalið. Innifalið er öll skjalaumsýsla skv. framangreindu og vottun á skjölum er tengjast kaupsamningi.

Til viðbótar þessu þá skráum við þig sem kaupanda í gagnagrunn okkar, leitum daglega að eignum sem falla að þínum óskum og kröfum og sendum þér niðurstöður daglega.

Verðmeta
Fjármagna
Kaupa

595 þ.

Selja
Mitt heimili