Procura - meira virði

Af hverju er grunnteikningin svona mikilvæg?

Af hverju er grunnteikningin svona mikilvæg?

Flestir eru vel læsir á grunnteikningar og því eru þær einstakt tæki til að sýna skipulag eigna. Grunnteikningar eru nauðsynlegar í kynningarefni fasteignasala svo kaupendur geti betur staðsett sig í viðkomandi eign og séð hvort eign henti. Okkur finnst því erfitt að finna góða skýringu á því af hverju grunnteikningin er jafn sjaldséð og raun er, enda ber það vott um metnað og fagmennsku að sýna skýra og vel teiknaða grunnteikningu. Ekki máð afrit með óteljandi mælilínum og strikum, heldur skýra mynd.

Við staðsetjum grunnteikningu alltaf sem mynd númer 2 þegar við skráum eign. Þannig getur þú fyrst séð skipulagið og betur staðsett myndirnar sem á eftir koma.

Þetta er ástæðan fyrir því að við teiknum alltaf upp skýra grunnteikningu.

Spáð í markaðinn