Procura - meira virði

Er fasteignamarkaðurinn að róast?

Er fasteignamarkaðurinn að róast?

Það er kannski óráð að velta þessu upp í kjölfar mestu 30 daga hækkunar frá 2007, en það eru blikur á lofti.

Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti lítillega og hefur gert sig líklegan til hækka stýrivexti enn frekar ef ekki tekst að hemja verðbólgu.

Mikil aukning hefur orðið í óverðtryggðum útlánum til fasteignakaupa en vaxtahækkanir bíta fljótt í hjá fasteignaeigendum með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum.
Vaxtaákvarðanir Seðlabankans eru að því leitinu virkari en áður.

En bankinn hefur fleiri verkfæri í kistunni og auk vaxtahækkana getur Seðlabankinn hert reglur um hámarksveðsetningu við fasteignakaup. Slík inngrip gætu haft töluverð áhrif á eftirspurnarhlið markaðarins og þar með temprað þær verðhækkanir sem við höfum séð að undanförnu.

Við hjá Procua búumst ekki við neinum stórtíðindm, en margt bendir þó til að toppurinn nálgist ef honum er ekki þegar náð.

Spáð í markaðinn