Procura - meira virði

Eru kauptilboð bindandi?

Eru kauptilboð bindandi?

Já og kannski rúmlega það. Kauptilboð er bindandi samningur sem aðilum er skylt að uppfylla þó oft séu settir fyrirvarar um einhver atriði. Þannig er kauptilboð ekki bara svona spurning frá A um hvort hún megi kaupa fasteign af B á X krónur. A væri hreinlega skyldug til að kaupa eignina ef B samþykkir fyrirvaralaust tilboð.

Ef þú leggur fram tilboð í fasteign, segjum upp á 50 milljónir, þá ertu að lofa því að kaupa eignina á 50 milljónir. Seljandi getur þá krafið þig um greiðslu, að sjálfsögðu gegn því að afhenda eignina og ef þú getur ekki staðið við loforðið, ja, þá þýðir lítið að segja bara sorrí. Það er hægt að draga þig fyrir dóm og krefja þig um greiðslu kaupverðs eða í besta falli greiðslu skaðabóta.

Það er því betra að fara varlega og ekki setja fram kauptilboð í eign nema þú sért alveg viss um að þú getir í fyrsta lagi staðið við tilboðið og í öðru lagi að þú viljir eiga eignina.

Hvernig sem á það er litið, þá ertu í frekar slæmum málum ef þú gerir tilboð sem þú getur ekki staðið við.

En hvað þá um fyrirvara um fjármögnun?
Oftast er það þannig hérlendis, að kauptilboð eru gerð með fyrirvara um fjármögnun, það er, kaupandi gerir tilboð áður en bankinn hefur lofað að lána pening til kaupanna.
Fjöllum betur um fyrirvara síðar.

Spáð í markaðinn