Procura - meira virði

alt

Um Procura

Hjá okkur er það smæðin sem gerir okkur stór og til að gera betur höfum við skilgreint gildin sem við stöndum fyrir, allt í þeim tilgangi að bregðast rétt við og sinna þörfum notenda betur

Hvað er Procura

Procura byrjaði sem hugmynd að verkfæri fyrir fasteignasala til að reikna söluverð fasteigna, en er í dag stærsta safn aðgengilegra fasteignaupplýsinga á netinu. Hátt í tvö hundruð þúsund mánaðarleg verðmöt, tugþúsundir gesta og þúsundir skráðra notenda sýnir að Procura er nýr, en nauðsynlegur þáttur í fasteignaviðskiptum Íslendinga.

Notendur Procura kunna að meta einfalt og gjaldfrjálst aðgengi að lykilupplýsingum um fasteignir, sem stendur til að kaupa eða selja. Einfalt greiðslumat sem sýnir kaupgetu út frá öllum lánamöguleikum sem markaðurinn býður upp á. Notendavænar reiknivélar og samanburðartöflur um vaxtakjör ásamt aðgengi að öllum opinberum og þinglýstum gögnum um þína eign eru jafnframt stór þáttur í vinsældum Procura og örum vexti fyrirtækisins.

Nú bætum við um betur og bjóðum bæði kaup- og söluþjónustu fasteigna á kjörum sem ekki þekkjast á markaðnum í dag. Með þessu vill Procura leggja drög að öruggara, hagkvæmara og betra ferli við kaup og sölu fasteigna og leggja um leið áherslu á upplýsingamiðlun til notenda.

Procura - meira virði

Starfsmenn

G.Andri Bergmann
Framkvæmdastjóri
Ásgeir Þór Ásgeirsson
Lögfræðingur og löggiltur fasteignasali
Sigrún Hafsteinsdóttir
Skrifstofa
Askur
Þjónustuver
  • Við erum hugrökk

    Breytingar eru forsenda framfara og staðnað ástand er áskorun. Við búum yfir hugrekki til að breyta og tökum fagnandi þeirri áskorun að gera fasteignaviðskipti betri, öruggari og ódýrari.

  • Við erum ábyrg

    Við stöndum við orð okkar og segjum og kynnum aðeins það sem er satt og rétt. Við umgöngumst málefni viðskiptavina okkar af ábyrgð, virðingu og trúnaði. Við ábyrgjumst að við höfum réttindi til að sinna störfum sem okkur eru falin og að við búum ávallt yfir þekkingu til að sinna þeim störfum af fagmennsku.

  • Við erum hagsýn

    Við skipuleggjum vinnu okkar þannig að sem minnstur kostnaður falli til og bjóðum betri þjónustu fyrir lægra verð. Við kappkostum að bæta ferla, stytta boðleiðir og efla upplýsingakerfi með hagsýni og bætta þjónustu að leiðarljósi.