Gildi Procura

Gildi Procura

Hjá okkur er það smæðin sem gerir okkur stór og til að gera betur höfum við skilgreint gildin sem við stöndum fyrir, allt í þeim tilgangi að bregðast rétt við og sinna þörfum notenda betur. Þessi gildi eru hugrekki, ábyrgð og hagsýni.

Við erum hugrökk

Breytingar eru forsenda framfara og staðnað ástand er áskorun. Við búum yfir hugrekki til að breyta og tökum fagnandi þeirri áskorun að gera fasteignaviðskipti betri, öruggari og ódýrari.

Við erum ábyrg

Við stöndum við orð okkar og segjum og kynnum aðeins það sem er satt og rétt. Við umgöngumst málefni viðskiptavina okkar af ábyrgð, virðingu og trúnaði. Við ábyrgjumst að höfum réttindi til að sinna störfum sem okkur eru falin og að við búum ávallt yfir þekkingu til að sinna þeim störfum af fagmennsku.

Við erum hagsýn

Við skipuleggjum vinnu okkar þannig að sem minnstur kostnaður falli til og bjóðum betri þjónustu fyrir lægra verð. Við kappkostum að bæta ferla, stytta boðleiðir og efla upplýsingakerfi með hagsýni og bætta þjónustu að leiðarljósi.