Um Procura

Hjá okkur er það smæðin sem gerir okkur stór og til að gera betur höfum við skilgreint gildin sem við stöndum fyrir, allt í þeim tilgangi að bregðast rétt við og sinna þörfum notenda betur

Hvað er Procura

Procura er ekki fasteignasala en samstarf við sjálfstætt starfandi löggilta fasteignasala tryggir notendum Procura framúrskarandi þjónustu við kaup, sölu eða skipti á fasteignum.

Milligangan er lögum samkvæmt í höndum fasteignasalans sem síðan nýtur aðstoðar Procura við öll þau fjölmörgu atriði sem huga þarf að i ferlinu og fasteignasalar eru ekki endilega sérfróðir um. Þar með talið er fagleg framsetning upplýsinga, gerð kynningarefnis og markaðsáætlana á samfélagsmiðlum sem tengja saman kaupendur, seljendur og fasteignasala.

Starfsmenn

Gandri Bergmann
Framkvæmdastjóri
Alexander Kostin
Forritari
Kristín Skjaldardóttir
Löggiltur fasteignasali
Askur Svarar
Þjarkur í þjálfun
  • Við erum hugrökk

    Breytingar eru forsenda framfara og staðnað ástand er áskorun. Við búum yfir hugrekki til að breyta og tökum fagnandi þeirri áskorun að gera fasteignaviðskipti betri, öruggari og ódýrari.

  • Við erum ábyrg

    Við stöndum við orð okkar og segjum og kynnum aðeins það sem er satt og rétt. Við umgöngumst málefni viðskiptavina okkar af ábyrgð, virðingu og trúnaði. Við ábyrgjumst að við höfum réttindi til að sinna störfum sem okkur eru falin og að við búum ávallt yfir þekkingu til að sinna þeim störfum af fagmennsku.

  • Við erum hagsýn

    Við skipuleggjum vinnu okkar þannig að sem minnstur kostnaður falli til og bjóðum betri þjónustu fyrir lægra verð. Við kappkostum að bæta ferla, stytta boðleiðir og efla upplýsingakerfi með hagsýni og bætta þjónustu að leiðarljósi.

Verðmeta
Fjármagna
Kaupa

595 þ.

Selja
Mitt heimili