Þjónusta fasteignasala

Ef þú ert í söluhugleiðingum eða hefur athugasemdir við verðmat Procura, þá getur þú pantað frítt verðmat löggilts fasteignasala og fengið um leið fagleg ráð um markaðinn.

Panta frítt verðmat

Með því að panta frítt verðmat samþykkir þú að Procura.is og löggiltir fasteignasalar í samstarfi við Procura megi hafa samband við þig í gegnum síma eða tölvupóst varðandi fyrirspurn þína. Þú samþykkir einnig notkunar- og persónuverndarskilmála okkar eins og þeir eru kynntir hér á síðunni.

Við erum ábyrg

Við stöndum við orð okkar og segjum og kynnum aðeins það sem er satt og rétt. Við umgöngumst málefni viðskiptavina okkar af ábyrgð, virðingu og trúnaði. Við ábyrgjumst að höfum réttindi til að sinna störfum sem okkur eru falin og að við búum ávallt yfir þekkingu til að sinna þeim störfum af fagmennsku.

Við erum hagsýn

Við skipuleggjum vinnu okkar þannig að sem minnstur kostnaður falli til og bjóðum betri þjónustu fyrir lægra verð. Við kappkostum að bæta ferla, stytta boðleiðir og efla upplýsingakerfi með hagsýni og bætta þjónustu að leiðarljósi.

Við erum hugrökk

Breytingar eru forsenda framfara og staðnað ástand er áskorun. Við búum yfir hugrekki til að breyta og tökum fagnandi þeirri áskorun að gera fasteignaviðskipti betri, öruggari og ódýrari.