Uppfæra verðmat eignar

Það geta verið verðmyndandi atriði sem aðeins er hægt að meta með sjónskoðun og því bjóðum við upp á frítt verðmat sem þú framkvæmir með ástandsyfirlýsingu, eða vottað verðmat fasteignasala.

Eini gjaldfrjálsi verðmatsvefurinn

Á procura.is finnur þú stærsta, og jafnframt eina gjaldfrjálsa verðmatsvef fasteigna á landinu. Þar höfum við aðgengilegt markaðsverð nánast allra íbúðaeigna á landinu og reiknum verðbreytingar mánaðarlega.

Frítt verðmat

Frítt verðmat

Verðmat Procura gengur út frá þeirri forsendu að um sé að ræða eign, í venjulegu ástandi. Einkunnakerfi okkar byggir á því að þú gefir eigindum einkunn frá 1 til 5, þar sem 3 er venjulegt ástand.

Þú getur með einföldum hætti framkvæmt eigið verðmat á þinni fasteign sem byggir á ástandsyfirlýsingu sem felst í að gefa einstökum eigindum fasteignar einkunn.

Vottað verðmat

Vottað verðmat

Vottað verðmat er framkvæmt af löggiltum fasteignasölum og er yfirlýsing fagaðila um markaðsverð eignar á tilteknum tímapunkti.

Ef þú ert að vinna að endurfjármögnun þá er nauðsynlegt að framvísa vottuðu verðmati og er Procura í samstarfi við fasteignasala sem taka að sér gerð vottaðra verðmata.

Reikniverkið

Reikniverkið

Verðgreining Procura er reiknuð tala sem byggir á reikniverki sem tekur meðal annars mið af opinberri skráningu og þinglýstum kaupsamningum um sambærilegar eignir. Matið byggir ekki á sjónskoðun og nauðsynlegt er að hafa í huga að margt hefur áhrif á endanlegt söluverð, svo sem ástand og önnur atriði sem aðeins er hægt að meta með sjónskoðun fagaðila.

Þó verðmat Procura sé gríðarlega nákvæmt, þá ber að líta á það sem viðmiðunarverð fyrir tiltekna eign á tilteknum stað, í eðlilegu ástandi.

Áreiðanlegar upplýsingar

Við viljum að allir hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum og það á ekki síst við um jafn stór viðskipti og kaup og sölu fasteigna. Þess vegna lögðum við í þá vegferð að afla allra mögulegra gagna um fasteignir á Íslandi og að útfæra reikniverk sem getur með áreiðanlegum hætti sagt til um markaðsverð á hverjum tímapunkti.

Það hefur alltaf verið ófrávíkjanlegt að þessar upplýsingar verði gjaldfrjálsar og aðgengilegar öllum og þú getur treyst því að svo verði áfram.

Verðmeta
Fjármagna
Kaupa

595 þ.

Selja
Mitt heimili