Selja með Procura

Hjá Procura skilgreinum við þjónustu út frá þínum þörfum. Setjum upp ferla svo þú vitir alltaf hvar mál eru stödd og hvað þarf til að koma þeim áfram.

Fagaðilar á öllum sviðum

Þegar þú velur fasteignasala sem starfar með Procura eru gæðin tryggð á öllum stigum söluferlisins. Þú færð fyrsta flokks fasteignasala, faglega markaðssetningu, gæðaljósmyndun og skýra grunnteikningu í vel skilgreindum pakka, allt unnið af fagfólki Procura.

Löggiltir fasteignasalar eru sérfræðingar á sviði fasteignakauparéttar, skjalagerðar og verðmats. Aðrir fagaðilar kunna að þekkja betur til annarra sérsviða í söluferlinu, svo sem framsetningu kynningarefnis og skipulagi á samskiptum.

Við hjá Procura sameinum þessi sérsvið og allir sem veita þjónustu undir merkjum Procura starfa eftir siðareglum Procura og hafa í heiðri gildin okkar. Öll sem að ferlinu koma hafa yfir að ráða þekkingu, gæðavitund og réttindum sem störfin krefjast.

Hagstætt verð eða óljós prósenta

Hagstætt verð eða óljós prósenta

Það er eðlilegt að þú spyrjir hvað þjónustan kosti en að sama skapi finnst okkur skrítið hve margir eiga erfitt með að svara jafn sjálfsagðri spurningu.

Þú veist að hverju þú gengur þegar þú semur við samstarfsaðila Procura.

Í fyrsta lagi að allir hafi yfir að ráða þekkingu og löggildingu sem við og löggjafinn gerum kröfur um.

Í öðru lagi hvað þjónustan kostar og hvað er innifalið. Í þriðja lagi gilda siðareglur Procura um öll þau sem starfa og selja þjónustu undir merkjum Procura.

Þetta snýst um upplýsingar

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá snúast fasteignaviðskipti um upplýsingar. Upplýsingar um rétt verð, stærð og gerð. Upplýsingar um þjónustu í nágrenni, upplýsingar um gjöld, kvaðir og allt það sem skilgreinir fasteign.

Procura les upplýsingar

Procura er upplýsingatæknifyrirtæki og við hjálpum fasteignasölum að afla réttra og áreiðanlegra upplýsinga. Við aðstoðum einnig fasteignasala við framsetningu á upplýsingum svo auðvelt sé að skilja þær og meta þýðingu þeirra.

Markaðssetning og kynning

Markaðssetning og kynning

Upplýsingar sem engin sér hafa lítið gildi en grundvöllur þess að rétt verð fáist fyrir eign er að réttir aðilar sjái að hún sé til sölu.

Procura býr yfir upplýsingum sem aðstoða fasteignasala við að tengja þína eign við áhugasama kaupendur og tryggja hámarksárangur. Þannig ganga allir frá viðskiptunum sáttir við sinn hag.

Sala og kaup haldast í hendur

Við vitum að fæstir selja bara til að selja. Þú ert væntanlega að flytja, þarft að stækka eða minnka við þig. Hjá Procura færð þú heildarráðgjöf um uppgreiðslu lána og fjármögnun nýs húsnæðis, sem og aðstoð við gerð kauptilboðs í aðra eign, óháð því hvar hún er skráð til sölu.

Verðmeta
Fjármagna
Kaupa
Selja

Nýtt

Mitt heimili