Skilmálar

Notkunarskilmálar

I. Almennt

Vefsvæði félagsins er: https://procura.is
Þegar þú heimsækir heimasíðu félagsins, procura.is, eru notaðar vefkökur til þess að aðgreina þig frá öðrum notendum á vefsíðu félagsins. Vefkökur eru litlar textaskrár sem vafrinn þinn vistar á tölvunni þinni sé hann stilltur til að samþykkja notkun á vefkökum. Vefkökurnar gera Procura kleift að muna ákveðnar stillingar hjá þér til að bæta notendaupplifun og afla tölfræðiupplýsinga um notkun á vefsíðunni.

II. Vafrakökur (Cookies)

Ef þú skilur eftir athugasemd á vefsíðu Procura getur þú valið að vista nafn, netfang og vefsvæði í svokölluðum vafrakökum, hér eftir kökum. Þetta er til þæginda svo þú þurfir ekki að endurtaka upplýsingar þegar þú skilur eftir aðrar athugasemdir á síðunni. Þessar kökur eru vistaðar og geymdar í 12 mánuði.
Ef þú ert með aðgang að innri vef síðunnar og skráir þig inn á þá er sett upp tímabundin kaka til að athuga hvort vafrinn þinn samþykki kökur. Slíkar kökur innihalda engar persónuupplýsingar og er eytt þegar þú lokar vafranum. Einnig eru settar upp nokkrar kökur til að vista innskráningarupplýsingar og valmyndir skjásins. Slíkar innskráningarkökur endast í 48 klukkustundir en skjákökur endast í 12 mánuði. Ef þú velur Muna eftir mér" er innskráningin virk í tvær vikur.
Þegar þú skráir þig út af aðganginum þá er innskráningarkökum eytt.
Ef þú birtir eða breytir grein innan vefsins, er vistuð viðbótarkaka í vafranum. Slíkar kökur innihalda engar persónuupplýsingar heldur aðeins auðkenni greinarinnar sem þú breyttir og renna út að 24 tímum liðnum.

III. Athugasemdir

Þegar þú skilur eftir athugasemd á vefsíðu Procura þá safnar síðan og geymir þau gögn sem slegin eru inn í athugasemdaformið. Sama á við um IP tölu og upplýsingar um gerð vafra, allt í þeim tilgangi að greina manngerðar athugasemdir frá vélrænum ruslpóst sendingum.

IV. Skilaboð

Ef þú sendir inn skilaboð í gegn um skilaboða- og póstform síðunnar þá safnar Procura og geymir þau gögn sem þar eru slegin inn. Sama á við um IP tölu sendanda og upplýsingar um gerð vafra í þeim tilgangi að aðstoða við greiningu á ruslpóst sendingum.

V. Skrár

Þú berð alltaf ábyrgð á myndum og öðrum skrám sem þú sendir inn á vefsíðu Procura. Þegar þú deilir gögnum með þeim hætti ættir þú að forðast að hlaða upp myndum með innbyggðum staðsetningargögnum (EXIF GPS) svo gestir á síðunni geti ekki hlaðið niður þeim staðsetningargögnin úr myndum. Sama á við um aðrar skrár, að athuga að lýsigögn (e. Metadata) sem tengd eru skrám séu afmáð eða fjarlægð.
Ef þú hleður upp mynd á heimasvæði þínu þá kann hún að verða sýnileg öðrum notendum síðunnar. Þegar þú stofnar aðgang er ópersónugreinanlegur strengur sem búinn er til úr netfangi þínu, (einnig kallaður hash) sendur til Gravatar þjónustunnar í þeim tilgangi að kanna hvort þú notir þjónustu þeirra.

VI. Innfellt efni frá öðrum síðum

Greinar á vefsíðum Procura kunna að innihalda innfellt efni frá öðrum vefsíðum (t.d. myndskeið, myndir, greinar o.s.frv.). Innfellt efni frá öðrum vefsíðum hegðar sér með sama hætti og ef þú heimsækir þá tilteknu síðu.
Þessar vefsíður geta safnað gögnum um þig, notað kökur, fellt inn viðbótar eftirfylgni þriðja aðila og fylgst með samskiptum þínum við það innfellda efni ef þú ert með aðgang og innskráður á þær vefsíður, til að mynda YouTube, Google, Facebook og Instagram.

VII. Með hverjum er gögnunum deilt

Á vefsíðum Procura eru notaðar leturgerðir frá Google. Þegar þú opnar vefsvæðið, færir vafrinn þinn nauðsynlegt vefletur inn í skyndiminnið í þeim tilgangi að sýna texta og leturgerðir rétt. Svo þetta sé hægt þá verður vafrinn að koma á beinni tengingu við netþjóna Google og þar með verður Google meðvitað um að vefsíða Procura hafi verið skoðuð með þinni IP-tölu. Notkun Google leturgerða er gerð í þágu samræmds og aðlaðandi útlits á síðum Procura. Ef vafrinn þinn styður ekki leturgerðir Google, er venjulegt letur af tölvunni þinni notað.

VIII. Hvert eru gögn send

Umfram það sem að framan er greint, þá eru athugasemdir sem notandi skrifar, eftir atvikum sendar á sjálfvirkar ruslpósts síur til samþykkis og greiningar frá ruslpósti.

IX. Hve lengi eru gögnin geymd

Ef þú skilur eftir athugasemd þá er hún, sem og lýsigögn hennar, þ.m.t. upplýsingar um höfund, vistuð á líftíma síðunnar eða þar til þeim upplýsingum er eytt handvirkt. Þetta er gert svo hægt sé að þekkja og samþykkja sjálfvirkt, síðar inn settar athugasemdir frá þér í stað þess að geyma þær í biðröð til handvirkrar samþykktar kerfisstjóra.
Fyrir þá notendur sem skrá sig á vefsvæði Procura, eru geymdar persónulegar upplýsingar sem notandi veitir í notandasniðinu, svo sem nafn og netfang. Allir notendur geta hvenær sem er séð, breytt eða eytt persónulegum upplýsingum sínum (nema þeir geta ekki breytt notandanafninu sínu). Stjórnendur vefsvæðis geta einnig séð og breytt þessum upplýsingum, nema lykilorði sem aðeins er sýnilegt viðkomandi notanda. Kerfisstjóri getur þó breytt lykilorði notanda.

X. Hvaða réttindi hefur þú yfir gögnunum

Ef þú ert með notendaaðgang að vefsvæði Procura eða hefur skilið eftir athugasemdir geturðu beðið um að fá tæmandi skrá með öllum persónuupplýsingum sem geymd er um þig, þ.m.t. allar upplýsingar sem þú hefur veitt á vefsvæðinu. Þú getur einnig óskað eftir að öllum persónugreinanlegum gögnum sem vistuð eru um þig á síðunni verði eytt. Þetta felur þó ekki í sér upplýsingar sem Procura er eftir atvikum skylt að geyma, enda kveði lög eða reglugerðir svo um.

XI. Samþykki þitt á þessum skilmálum

Með notkun á þessari síðu, staðfestir þú og samþykkir þessa skilmála. Ef þú ert mótfallin/n framangreindum skilmálum, skaltu ekki nota síðuna procura.is eða skrá þig sem notanda síðunnar.
Svo yfirfarið og samþykkt þann 23. febrúar 2023